Hafa samband
Lögmenn Arnthorsson hafa ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og fyrirtækjum að gæta hagsmuna sinna, sækja sinn rétt og leysa úr ágreiningi. Með áherslu á góð samskipti og lausnamiðaða nálgun erum við til þjónustu reiðubúin.
Hverri ákvörðun fylgir ábyrgð
Stjórnendur sveitarfélaga hafa í mörg horn að líta og mikilvægt að ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli. Það er alvanalegt að stjórnendur sveitarfélaga óski eftir aðstoð við ákvarðanatöku. Getur það t.d. verið í formi samskipta, minnisblaða eða álitsgerða. Gott er að hafa sérfræðing sér til aðstoðar varðandi:
Almenna stjórnsýslu
• Ákvarðanir, Ályktanir, Kosningar o.fl.
Ráðningar og uppsagnir
• Ráðningar, Ágreiningur, Uppsagnir
Fasteignagjöld
• Ákvarðanir, Erindi og ágreiningur
Mannvirki og skipulagsmál
• Viðhald og framkvæmdir, Opinber innkaup, Skipulagsmál, kærufrestir og andsvör. Lóðasamningar, Innviðagjald, Samningar og ágreiningur
Hagsmunagæsla
• Varnir við kröfum á hendur sveitarfélaginu, Varnir í ágreiningsmálum, Svara erindum lögmanna, Úrlausn ágreiningsmála, Samningar og sáttamiðlun
Það er borgar sig að leysa vandamálin jafnóðum — og áður en þau fara úr böndunum.
Þegar einstaklingur fellur frá tekur dánarbú hans við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti og öllum fjárhagslegum skyldum sem hvíldu á þeim látna þegar hann lést.
Við andlát þurfa erfingjar að taka afstöðu til dánarbúsins og hvort það fari í einkaskipti eða opinber skipti.
Hvort sem er um opinber skipti eða einkaskipti að ræða þá geta skiptin verið flókin í framkvæmd og mikilvægt að farið sé eftir lögum og reglum um skipti á dánarbúum.
Við veitum erfingjum og öðrum sem hagsmuni eiga að gæta, faglega ráðgjöf og réttargæslu við meðferð dánarbúa, þar á meðal:
Leiðbeiningar um skiptameðferð – val á opinberum skiptum eða einkaskiptum.
Samningsgerð og sáttir – aðstoðum við gerð erfðafjárskjala, skiptafundi og sáttviðræðna milli erfingja.
Innheimta og skuldauppgjör – greining á skuldbindingum dánarbús og úrvinnsla fjárhagslegra mála.
Úrlausn ágreinings – Aðstoðum erfingja í deilum um erfðarétt, kröfur og önnur lagaleg álitaefni.
Við aðstoðum við að gæta hagsmuna erfingja í skiptum dánarbúa og stöndum vörð um að skipti fari fram á löglegan og sanngjarnan hátt.
Hafðu samband til að fá faglega og persónulega aðstoð viðskipti dánarbús.
Þegar einstaklingur eða fyrirtæki er úrskurðað gjaldþrota tekur þrotabú við öllum fjárhagslegum réttindum og skuldbindingum hins gjaldþrota aðila.
Skipti á þrotabúum á að fylgja skýru lagalegu ferli þar sem hagsmunir kröfuhafa og annarra aðila eru metnir og leystir í samræmi við lög um gjaldþrotaskipti.
Við veitum faglega lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir kröfuhafa í þrotabúum, þar á meðal:
Kröfulýsingar – útbúum og sendum inn kröfulýsingar í samræmi við lög.
Skiptafundir – mætum á skiptafundi og aðstoðum kröfuhafa við að verja réttindi sinn ef deilur koma upp um forgang eða réttmæti krafna.
Samningar og uppgjör – gerum samninga og aðstoðum við uppgjör við slit þrotabúsins.
Við aðstoðum kröfuhafa við kröfulýsingar, mætum á skiptafundi og gætum hagsmuna kröfuhafa við skiptameðferðina.
Hafðu samband til að fá aðstoð.
Sáttamiðlun er skjót leið til þess að leysa ágreining án dómstóla. Markmiðið er að finna sanngjarna lausn sem báðir aðilar geta unað við. Með aðstoð óháðs sáttamiðlara er hægt að leiða samtal á uppbyggilegan og lausnamiðaðan hátt. Við aðstoðum einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila að leysa úr deilum. Sáttamiðlun sparar tíma og peninga.
Sáttamiðlun hentar vel í ýmsum deilumálum, þar á meðal:
Viðskiptalegur ágreiningur – deilur um samninga, kröfur og rekstrartengd mál.
Fjölskyldu- og erfðamálum – forsjárdeildur, fjárskipti og erfðamál.
Vinnuréttarmál – ágreiningur um ráðningar, starfskjör og starfslok.
Fasteigna- og leigumál – lausn á deildum milli seljanda og kaupanda / leigusala og leigutaka.
Með sáttamiðlun geta aðilar afmarkað ágreining sinn og reynt að leysa hann með aðstoð óháðs þriðja aðila. Með sáttamiðlun er unnið að lausn á einfaldan og ódýran máta og án aðkomu dómstóla.
Hafðu samband ef við getum hjálpað.
Verksamningar eru grundvöllur samstarfs milli verkkaupa og verktaka um nýframkvæmdir og viðhald á fasteignum og öðrum innviðum. Í verksamningum er kveðið á um umfang verksins, afhendingu, greiðsluskilmála, ábyrgð, gæði og önnur réttindi og aðrar skyldur aðila.
Skýrir og velútfærðir verksamningar eru lykilatriði til að forðast ágreining og tryggja að verk sé unnið samkvæmt verkáætlun. Mikilvægt er að verkkaupi og verktaki hafi sameiginlegan skilning hvors aðila og unnið sé að því jafnóðum að leysa öll þau álitaefni sem upp koma við framkvæmd verksins.
Við veitum ráðgjöf og aðstoðum verktaka, verkkaupa, byggingarstjóra, iðnmeistara o.fl. með allt sem við kemur verkframkvæmdum og verksamningum. Þar á meðal:
Verksamningar - gerð verksamninga, eftirfylgni, túlkun og aðhald.
Skyldur verktaka – aðhald að verktaka um að verk sé unnið í samræmi við samning.
Skyldur verkkaupa – aðhald að verkkaupa um að greitt sé í samræmi við framvindu verksins og grípa til viðeigandi vanefndarúrræða.
Verkfundir - aðstoð við verkfundi, bókanir og að draga fram óþægileg umræðuefni svo hægt sé að leysa þau með skilvirkum hætti.
Aukaverk, viðbótarverk og tafabætur – aðstoð við úrlausn um viðbótarverk, aukaverk og áhrif þeirra á verklok, sem og yfirlýsingar um tafabætur.
Ágreiningsmál – úrvinnsla deilumála um gæði, greiðslur og annað sem upp getur komið.
Við veitum ráðgjöf og aðstoð við gerð, túlkun og framkvæmd verksamninga, sem og við úrlausn ágreiningsmála milli verkkaupa og verktaka.
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð.
Rekstur húsfélaga í fjölbýlishúsum krefst góðrar samvinnu eigenda. Húsfélög starfa samkvæmt lögum um fjöleignarhús og íbúar bera ábyrgð á sameiginlegum ákvörðunum um rekstur, viðhald og fjármál fasteignarinnar. Algengt er að lagaleg álitaefni komi upp sem í rekstri húsfélaga tengjast meðal annars:
Réttindum og skyldum eigenda – hvaða reglur gilda um sameign, viðhaldsskyldu sameignar og séreignar og fjárhagslega ábyrgð.
Ágreiningi milli eigenda – úrlausn ágreinings um kostnaðarskiptingu, framkvæmdir og aðrar skyldur.
Reglugerðum og samþykktum húsfélags – túlkun og framkvæmd á samþykktum húsfélags og lögum um fjöleignarhús.
Innköllun og innheimta gjalda – lögbundin innheimta húsfélagsgjalda og hvernig bregðast megi við vanskilum.
Framkvæmdir og viðhald – lagaleg álitaefni tengd samningum við verktaka, ábyrgð á viðgerðum og kostnaðarskiptingu.
Við veitum húsfélögum, stjórnum og íbúum fjölbýlishúsa lögfræðilega ráðgjöf.
Hafðu samband til að fá hjálp með framangreind málefni.