sveitarfélög

Aðstoðum sveitarfélög með margvísleg lögfræðileg álitaefni

Þjónusta

Skipulagsmál, mannauðsmál, opinber innkaup, hagsmunagæsla, lögfræðileg álit o.fl.

Sveitarfélög

Sveitarfélög - Stjórnsýsla - Samningar - Hagsmunagæsla - Hæfi - Álitsgerðir - Skipulag - Stjórnvaldsákvarðanir - Kæra - Mannauðsmál - Kosningar

Hverri ákvörðun fylgir ábyrgð

 Stjórnendur sveitarfélaga hafa í mörg horn að líta og mikilvægt að ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli. Það er alvanalegt að stjórnendur sveitarfélaga óski eftir aðstoð við ákvarðanatöku. Getur það t.d. verið í formi samskipta, minnisblaða eða álitsgerða. Gott er að hafa sérfræðing sér til aðstoðar varðandi:

Almenna stjórnsýslu

•          Ákvarðanir, Ályktanir, Kosningar o.fl.

Ráðningar og uppsagnir

•          Ráðningar, Ágreiningur, Uppsagnir

Fasteignagjöld

•          Ákvarðanir, Erindi og ágreiningur

Mannvirki og skipulagsmál

•          Viðhald og framkvæmdir, Opinber innkaup, Skipulagsmál, kærufrestir og andsvör. Lóðasamningar, Innviðagjald, Samningar og ágreiningur

Hagsmunagæsla

•          Varnir við kröfum á hendur sveitarfélaginu, Varnir í ágreiningsmálum, Svara erindum lögmanna, Úrlausn ágreiningsmála, Samningar­ og sáttamiðlun

Það er borgar sig að leysa vandamálin jafnóðum  — og áður en þau fara úr böndunum.

Lesa meira

Ágreiningur

Ágreiningur - Úrlausn - Greining - Sókn - Varnir

Ágreiningsmál geta komið upp í ýmsum aðstæðum sem tengjast m.a. samningum, viðskiptum, fasteignum, stjórnsýslu og öðru. Mikilvægt er að greina ágreining þegar hann er borinn upp og finna bestu leiðina til þess að leysa hann með sem skilvirkustum hætti.

Við veitum faglega aðstoð við ágreiningsmál. Þar á meðal:

Greining ágreinings - förum yfir gögn og metum hvaða leiðir séu færar við úrlausn hans.
Samningaviðræður og sáttamiðlun
– leitum lausna og leggjum okkur fram við að leysa ágreining án aðkomu dómstóla.
Úrvinnslu ágreinings við hið opinbera
– aðstoðum við kærur, kvartanir og aðrar lagalegar úrlausnir innan stjórnsýslunnar.
Málsókn og málsvörn
útbúum stefnur og tökum til varna.
Málflutningur og réttargæsla
– sinnum hagsmunagæslu fyrir dómstólum og úrskurðarnefndum.

Aðstoðum þig við greiningu ágreinings og upplýsum um hvaða leiðir séu færar við úrlausn hans.  

Hafðu samband ef þú þarft aðstoð við úrlausn ágreinings.

Lesa meira

Vinnuréttur / Uppsagnir

Ráðningar - Uppsagnir - Áminningar - Kjarasamningar

Vinnuréttur fjallar um réttindi og skyldur atvinnurekenda og starfsmanna í ráðningarsambandi. Lög og kjarasamningar setja ramma um ráðningar, starfskjör, uppsagnir og réttindi starfsmanna.

Við veitum faglega ráðgjöf og aðstoð í vinnuréttarmálum, þar á meðal:

Ráðningarsamningar – gerð, yfirferð og túlkun samninga í samræmi við lög og kjarasamninga.
Uppsagnir og starfslok – lögmæti uppsagna, áminningar og réttindi starfsmanna við starfslok.
Ágreining og réttargæsla – úrlausn ágreiningsmála um brottrekstur, launakröfur og önnur vinnuréttartengd mál.
Skyldur vinnuveitenda – leiðbeiningar um réttindi starfsmanna, persónuvernd og vinnuvernd.

Hvort sem þú ert vinnuveitandi eða starfsmaður getur þú leitað til okkar og fengið aðstoð við mat og túlkun á ráðningarsambandi.

Hafðu samband ef þú þarft hjálp.

Lesa meira

Samningar

Verksamningur - Viðskiptasamningur - Lánssamningur - Kaupsamningur - Túlkun - Framkvæmd - Slit samningssambands - Vanefndarúrræði

Samningar eru grundvöllur fyrir viðskipti og það er mikilvægt að þeir séu skýrir og vel útfærðir. Útfærsla samninga getur verið mismunandi eftir því hvert samningsaefnið er. Réttarsamband og vanefndarúrræði kröfuréttar getur verið mismunandi eftir því hversu skýr ákvæðin eru og hvernig túlka beri einstök ákvæði og samninginn í heild. Koma þar ýmis túlkunaratriði til skoðunar. Best er að vanda vel til verka þannig að samningurinn nái markmiði sínu og ekki síður mikilvægt að láta samninginn leysa flestan ágreining sem upp getur komið við framkvæmd hans og slit á samningssambandi aðila.

Við aðstoðum meðal annars við:

Gerð og yfirlestur samninga - aðstoð við gerð, yfirlestur og heimfærslu.
Túlkun samninga - aðstoð við túlkun samninga í heild sem og einstök samningsákvæði.
Uppfærsla á samningum - aðstoð við að breyta og bæta samninga.
Sækjum rétt og tökum til varna - aðstoð við úrlausn ágreinings sem upp kemur vegna framkvæmd og slit samninga.

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig við samninga.

Lesa meira
Umsagnir
Leituðum til Arnthorsson eftir lögfræðilegu áliti. Álitið greindi stöðuna vel, var leiðbeinandi og aðstoðaði okkur við ákvarðanatöku.
(Nafnleynd)
Sveitastjóri
1
3

Lagaumhverfi

Lagaumhverfi sveitarfélaga tekur m.a. til stjórnsýsluréttar, skipulags- og byggingarmála, ráðninga og uppsagna, fasteignagjalda, útboða og innkaupa, sem og annarra lagalegra atriða sem snerta daglegan rekstur og þjónustu.

Greinar

Sjá allar greinar
Andri Björgvin Arnþórsson
Lögmaður
Um Arnthorsson

Hjá Arnthorsson vinnum við markvisst að því að leysa mál með skilvirkum hætti.

Hafa samband