Þjónusta

Fjármögnun

Fjármögnun - Veðlán - Lán

Við mælum jafnan með því að fyrirtæki og einstaklingar leiti fyrst til banka og sparisjóða þegar kemur að fjármögnun. Í ákveðnum tilvikum óska viðskiptavinir þó eftir því að kanna möguleika á fjármögnun frá einstaklingum eða öðrum fyrirtækjum. Slík fjármögnun er oft dýrari, en aðstæður geta verið fjölbreyttar og stundum hentar þessi leið betur.

Arnthorsson veitir engin lán en við getum aðstoðað lögaðila við að komast í samband við mögulega fjármögnunaraðila – hvort sem um er að ræða einstaklinga eða félög.

Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og að aðilar hafi skýra sýn á forsendur og skilmála slíkrar fjármögnunar áður en gengið er til samninga.

Lesa meira

Réttargæsla

Réttargæsla - Brotaþoli - Sakamál - Einkaréttarkrafa

Réttargæsla felur í sér að einstaklingur eða lögaðili fær lögmann til að gæta hagsmuna sinna í dómsmáli, jafnvel þó hann sé ekki beinn aðili að málinu. Réttargæsla getur verið nauðsynleg þegar viðkomandi hefur lögmæta hagsmuni af niðurstöðu máls og vill tryggja að sjónarmið hans séu tekin til greina. Dæmi um aðstæður þar sem réttargæsla getur skipt máli:

  • Í einkamálum, þar sem þriðji aðili á hagsmuna að gæta vegna niðurstöðu dómsmáls.
  • Í sakamálum, þar sem brotaþoli hefur rétt á réttargæslumanni til að gæta réttinda sinna.
  • Í stjórnsýslumálum, þar sem hagsmunir aðila eru í húfi við meðferð mála hjá opinberum aðilum.

Við veitum faglega og markvissa réttargæslu, tryggjum að hagsmunir þínir séu varðir og að réttindi þín séu virt í öllum málum.

Lesa meira

Sveitarfélög

Sveitarfélög - Stjórnsýsla - Samningar - Hagsmunagæsla - Hæfi - Álitsgerðir - Skipulag - Stjórnvaldsákvarðanir - Kæra - Mannauðsmál - Kosningar

Hverri ákvörðun fylgir ábyrgð

 Stjórnendur sveitarfélaga hafa í mörg horn að líta og mikilvægt að ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli. Það er alvanalegt að stjórnendur sveitarfélaga óski eftir aðstoð við ákvarðanatöku. Getur það t.d. verið í formi samskipta, minnisblaða eða álitsgerða. Gott er að hafa sérfræðing sér til aðstoðar varðandi:

Almenna stjórnsýslu

•          Ákvarðanir, Ályktanir, Kosningar o.fl.

Ráðningar og uppsagnir

•          Ráðningar, Ágreiningur, Uppsagnir

Fasteignagjöld

•          Ákvarðanir, Erindi og ágreiningur

Mannvirki og skipulagsmál

•          Viðhald og framkvæmdir, Opinber innkaup, Skipulagsmál, kærufrestir og andsvör. Lóðasamningar, Innviðagjald, Samningar og ágreiningur

Hagsmunagæsla

•          Varnir við kröfum á hendur sveitarfélaginu, Varnir í ágreiningsmálum, Svara erindum lögmanna, Úrlausn ágreiningsmála, Samningar­ og sáttamiðlun

Það er borgar sig að leysa vandamálin jafnóðum  — og áður en þau fara úr böndunum.

Lesa meira

Dánarbú

Einkaskipti - Opinber skipti - Erfðafjárskýrsla - Erfðaskrá

Þegar einstaklingur fellur frá tekur dánarbú hans við öllum fjárhagslegum réttindum sem hann átti og öllum fjárhagslegum skyldum sem hvíldu á þeim látna þegar hann lést.
Við andlát þurfa erfingjar að taka afstöðu til dánarbúsins og hvort það fari í einkaskipti eða opinber skipti.
Hvort sem er um opinber skipti eða einkaskipti að ræða þá geta skiptin verið flókin í framkvæmd og mikilvægt að farið sé eftir lögum og reglum um skipti á dánarbúum.

Við veitum erfingjum og öðrum sem hagsmuni eiga að gæta, faglega ráðgjöf og réttargæslu við meðferð dánarbúa, þar á meðal:


Leiðbeiningar um skiptameðferð
– val á opinberum skiptum eða einkaskiptum.
Samningsgerð og sáttir – aðstoðum við gerð erfðafjárskjala, skiptafundi og sáttviðræðna milli erfingja.
Innheimta og skuldauppgjör
– greining á skuldbindingum dánarbús og úrvinnsla fjárhagslegra mála.
Úrlausn ágreinings
–  Aðstoðum erfingja í deilum um erfðarétt, kröfur og önnur lagaleg álitaefni.

Við aðstoðum við að gæta hagsmuna erfingja í skiptum dánarbúa og stöndum vörð um að skipti fari fram á löglegan og sanngjarnan hátt.

Hafðu samband til að fá faglega og persónulega aðstoð viðskipti dánarbús.

Lesa meira

Þrotabú

Kröfulýsing - Skiptafundir - Hagsmunagæsla

Þegar einstaklingur eða fyrirtæki er úrskurðað gjaldþrota tekur þrotabú við öllum fjárhagslegum réttindum og skuldbindingum hins gjaldþrota aðila.
Skipti á þrotabúum á að fylgja skýru lagalegu ferli þar sem hagsmunir kröfuhafa og annarra aðila eru metnir og leystir í samræmi við lög um gjaldþrotaskipti.

Við veitum faglega lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir kröfuhafa í þrotabúum, þar á meðal:

Kröfulýsingar – útbúum og sendum inn kröfulýsingar í samræmi við lög.
Skiptafundir – mætum á skiptafundi og aðstoðum kröfuhafa við að verja réttindi sinn ef deilur koma upp um forgang eða réttmæti krafna.
Samningar og uppgjör – gerum samninga og aðstoðum við uppgjör við slit þrotabúsins.

Við aðstoðum kröfuhafa við kröfulýsingar, mætum á skiptafundi og gætum hagsmuna kröfuhafa við skiptameðferðina.

Hafðu samband til að fá aðstoð.

Lesa meira

Ágreiningur

Ágreiningur - Úrlausn - Greining - Sókn - Varnir

Ágreiningsmál geta komið upp í ýmsum aðstæðum sem tengjast m.a. samningum, viðskiptum, fasteignum, stjórnsýslu og öðru. Mikilvægt er að greina ágreining þegar hann er borinn upp og finna bestu leiðina til þess að leysa hann með sem skilvirkustum hætti.

Við veitum faglega aðstoð við ágreiningsmál. Þar á meðal:

Greining ágreinings - förum yfir gögn og metum hvaða leiðir séu færar við úrlausn hans.
Samningaviðræður og sáttamiðlun
– leitum lausna og leggjum okkur fram við að leysa ágreining án aðkomu dómstóla.
Úrvinnslu ágreinings við hið opinbera
– aðstoðum við kærur, kvartanir og aðrar lagalegar úrlausnir innan stjórnsýslunnar.
Málsókn og málsvörn
útbúum stefnur og tökum til varna.
Málflutningur og réttargæsla
– sinnum hagsmunagæslu fyrir dómstólum og úrskurðarnefndum.

Aðstoðum þig við greiningu ágreinings og upplýsum um hvaða leiðir séu færar við úrlausn hans.  

Hafðu samband ef þú þarft aðstoð við úrlausn ágreinings.

Lesa meira

Vinnuréttur / Uppsagnir

Ráðningar - Uppsagnir - Áminningar - Kjarasamningar

Vinnuréttur fjallar um réttindi og skyldur atvinnurekenda og starfsmanna í ráðningarsambandi. Lög og kjarasamningar setja ramma um ráðningar, starfskjör, uppsagnir og réttindi starfsmanna.

Við veitum faglega ráðgjöf og aðstoð í vinnuréttarmálum, þar á meðal:

Ráðningarsamningar – gerð, yfirferð og túlkun samninga í samræmi við lög og kjarasamninga.
Uppsagnir og starfslok – lögmæti uppsagna, áminningar og réttindi starfsmanna við starfslok.
Ágreining og réttargæsla – úrlausn ágreiningsmála um brottrekstur, launakröfur og önnur vinnuréttartengd mál.
Skyldur vinnuveitenda – leiðbeiningar um réttindi starfsmanna, persónuvernd og vinnuvernd.

Hvort sem þú ert vinnuveitandi eða starfsmaður getur þú leitað til okkar og fengið aðstoð við mat og túlkun á ráðningarsambandi.

Hafðu samband ef þú þarft hjálp.

Lesa meira

Sáttamiðlun

Úrlausn ágreinings - Sátt - Sáttartillögur - Samningsviðræður

Sáttamiðlun er skjót leið til þess að leysa ágreining án dómstóla. Markmiðið er að finna sanngjarna lausn sem báðir aðilar geta unað við. Með aðstoð óháðs sáttamiðlara er hægt að leiða samtal á uppbyggilegan og lausnamiðaðan hátt. Við aðstoðum einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila að leysa úr deilum. Sáttamiðlun sparar tíma og peninga.

Sáttamiðlun hentar vel í ýmsum deilumálum, þar á meðal:

Viðskiptalegur ágreiningur – deilur um samninga, kröfur og rekstrartengd mál.
Fjölskyldu- og erfðamálum – forsjárdeildur, fjárskipti og erfðamál.
Vinnuréttarmál – ágreiningur um ráðningar, starfskjör og starfslok.
Fasteigna- og leigumál – lausn á deildum milli seljanda og kaupanda / leigusala og leigutaka.

Með sáttamiðlun geta aðilar afmarkað ágreining sinn og reynt að leysa hann með aðstoð óháðs þriðja aðila. Með sáttamiðlun er unnið að lausn á einfaldan og ódýran máta og án aðkomu dómstóla.

Hafðu samband ef við getum hjálpað.

Lesa meira

Tollamál

Innflutningur - Samræmisvottorð - Tækniskjöl - Tollafgreiðsla - Tollkvótar - Kærur

Tollamál snerta alla sem stunda innflutning á vöru sem þarf að standast reglur um skattlagningu, gjöld og leyfi. Túlkun á tollalögum og reglugerðum getur skipt sköpum fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að tryggja skilvirka tollafgreiðslu og forðast ágreining.

Við aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki í tollamálum, þar á meðal:

Tollakvótar og undanþágur – ráðgjöf um mögulegar undanþágur og nýtingu tollasamninga.
Ráðgjöf um innflutning
– greinum hvaða skilyrði þarf að uppfylla við innflutning á vöru.
Tollflokkun og samskipti – aðstoðum við samskipti við opinbera aðila.
Úrlausn á deilum og kærur – aðstoð við ágreining, kærur og endurútreikning gjalda.

Hafðu samband ef þú þarft hjálp við tollamál.

Lesa meira

Skiptastjórn

Dánarbú - Þrotabú - Fjárslit - Opinber skipti - Einkaskipti - Skiptastjóri

Skiptastjórn felur í sér lögbundna umsýslu og skiptingu eigna í dánarbúum, þrotabúum og öðrum fjárskiptum. Þegar einstaklingur fellur frá eða aðili verður gjaldþrota er nauðsynlegt að fara í formlegt skiptameðferðarferli til að tryggja lögmætt uppgjör og lögmæta skiptingu eigna og skulda.

Við veitum faglega skiptastjórn og lögfræðilega aðstoð við:

Dánarbú – skipti á eignum, skuldauppgjör, erfðamál og ráðgjöf til erfingja.
Þrotabú – lögbundið uppgjör á skuldum og eignum þrotamanns í samræmi við gjaldþrotalög.
Fjárskipti – uppgjör og skipting eigna milli aðila, t.d. við skilnað eða félagsslit.

Hafðu samband til að fá faglega aðstoð við skiptameðferð og lagalega úrvinnslu.

Lesa meira

Hlutafélög

Hlutafélög - Einkahlutafélög - Sameignarfélög - Stofnun - Hluthafasamningar - Hluthafafundir - Félagaslit - Samruni

Félagaréttur fjallar um stofnun, rekstur og stjórnun fyrirtækja og félaga, þar á meðal einkahlutafélaga (ehf.), hlutafélaga (hf.), sameignarfélaga (slf.) og annarra félagaforma. Rétt stofnun og stjórnsýsla félaga skiptir lykil máli til að tryggja skilvirkan rekstur í samræmi við lög og reglur.

Við veitum lögfræðiráðgjöf á sviði félagaréttar, þar á meðal:
Stofnun félaga – skjalagerð, skráning hjá fyrirtækjaskrá og ráðgjöf um félagaform.
Stjórnsýsla og fundir – lögbundin boðun stjórnarfunda, hluthafafunda og gerð fundargerða.
Hluthafasamningar og skipting hlutafjár – gerð og yfirferð hluthafasamninga, félagssamþykkta og viðskiptasamninga.
Ágreiningur innan félags – lausn deilumála milli eigenda, stjórnarmanna og annarra hagsmunaaðila.
Félagsslit og samruni – ráðgjöf við slit félaga, gjaldþrot og sameiningar.

Hafðu samband til að fá aðstoð með málefni sem tengjast félagarétti.

 

Lesa meira

Sifjamál

Kaupmáli - Sambúðarsamningar - Fjárskipti - Barnamál - Faðernismál

Sifjamál fjalla um lagaleg réttindi og skyldur einstaklinga í fjölskyldutengslum, þar á meðal hjónabönd, sambúð, fjárskipti, forsjárdeilur og faðernismál. Sifjamál geta haft mikil áhrif á daglegt líf aðila og því er mikilvægt að tryggja réttmæta og sanngjarna úrlausn í samræmi við lög.

Við veitum faglegaráðgjöf og aðstoð í sifjamálum, þar á meðal:

Kaupmáli og sambúðarsamningar - gerð og yfirlestur samninga fyrir fólk í hjúskap eða sambúð.
Fjárskipti - aðstoð við fjárskipti hvort sem er við skilnað eða sambúðarslit.
Barnamál –forsjá, umgengni og meðlagsmál með hagsmuni barnsins í fyrirrúmi.
Faðernismál – aðstoð við feðrun og vefengingu á faðerni.

Við leggjum áherslu á góð samskipti og lausnamiðaða nálgun þegar kemur að sifjamálum.

Hafðu samband til að fá aðstoð í sifjamálum.

Lesa meira

Erfðamál

Dánarbú - Erfðaréttur - Erfðaskrá - Arfleiðsluhæfi

Erfðamál snúast um réttindi og skyldur erfingja við skipti dánarbúa, sem og um skipulagningu eigna í samræmi við erfðaskrá. Skýr erfðaskrá getur komið í veg fyrir ágreining og tryggt að eignir séu skiptar samkvæmt óskum hins látna.

Við veitum faglega aðstoð erfðamálum, þar á meðal:
Gerð og yfirferð erfðaskráa – tryggjum að erfðaskrá sé gild og í samræmi við ákvæði erfðalaga.
Hagsmunagæsla við skipti dánarbúa – aðstoðum erfingja í skiptameðferð, hvort sem er í opinberum skiptum eða einkaskiptum.
Ráðgjöf um erfðarétt – túlkun laga um skylduerfðir, rétt til setu í óskiptu búi og önnur erfðatengd mál.
Úrlausn ágreiningsmála – aðstoð við deilur um erfðarétt, eignaskiptingu og önnur réttindi erfingja.

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig við málefni sem tengjast erfðum.

Lesa meira

Samningar

Verksamningur - Viðskiptasamningur - Lánssamningur - Kaupsamningur - Túlkun - Framkvæmd - Slit samningssambands - Vanefndarúrræði

Samningar eru grundvöllur fyrir viðskipti og það er mikilvægt að þeir séu skýrir og vel útfærðir. Útfærsla samninga getur verið mismunandi eftir því hvert samningsaefnið er. Réttarsamband og vanefndarúrræði kröfuréttar getur verið mismunandi eftir því hversu skýr ákvæðin eru og hvernig túlka beri einstök ákvæði og samninginn í heild. Koma þar ýmis túlkunaratriði til skoðunar. Best er að vanda vel til verka þannig að samningurinn nái markmiði sínu og ekki síður mikilvægt að láta samninginn leysa flestan ágreining sem upp getur komið við framkvæmd hans og slit á samningssambandi aðila.

Við aðstoðum meðal annars við:

Gerð og yfirlestur samninga - aðstoð við gerð, yfirlestur og heimfærslu.
Túlkun samninga - aðstoð við túlkun samninga í heild sem og einstök samningsákvæði.
Uppfærsla á samningum - aðstoð við að breyta og bæta samninga.
Sækjum rétt og tökum til varna - aðstoð við úrlausn ágreinings sem upp kemur vegna framkvæmd og slit samninga.

Hafðu samband ef við getum aðstoðað þig við samninga.

Lesa meira

Verktakar / Verktakaréttur

Verksamningur - Verktaki - Iðnmeistari - Byggingastjóri - Hönnuður - Mannvirki - Framkvæmdir - Verkfundir - Byggingareglugerð - ÍST30 - FIDIC

Verksamningar eru grundvöllur samstarfs milli verkkaupa og verktaka um nýframkvæmdir og viðhald á fasteignum og öðrum innviðum. Í verksamningum er kveðið á um umfang verksins, afhendingu, greiðsluskilmála, ábyrgð, gæði og önnur réttindi og aðrar skyldur aðila.

Skýrir og velútfærðir verksamningar eru lykilatriði til að forðast ágreining og tryggja að verk sé unnið samkvæmt verkáætlun. Mikilvægt er að verkkaupi og verktaki hafi sameiginlegan skilning hvors aðila og unnið sé að því jafnóðum að leysa öll þau álitaefni sem upp koma við framkvæmd verksins.

Við veitum ráðgjöf og aðstoðum verktaka, verkkaupa, byggingarstjóra, iðnmeistara o.fl. með allt sem við kemur verkframkvæmdum og verksamningum. Þar á meðal:

Verksamningar - gerð verksamninga, eftirfylgni, túlkun og aðhald.
Skyldur verktaka
– aðhald að verktaka um að verk sé unnið í samræmi við samning.
Skyldur verkkaupa – aðhald að verkkaupa um að greitt sé í samræmi við framvindu verksins og grípa til viðeigandi vanefndarúrræða.
Verkfundir - aðstoð við verkfundi, bókanir og að draga fram óþægileg umræðuefni svo hægt sé að leysa þau með skilvirkum hætti.
Aukaverk, viðbótarverk og tafabætur – aðstoð við úrlausn um viðbótarverk, aukaverk og áhrif þeirra á verklok, sem og yfirlýsingar um tafabætur.
Ágreiningsmál – úrvinnsla deilumála um gæði, greiðslur og annað sem upp getur komið.

Við veitum ráðgjöf og aðstoð við gerð, túlkun og framkvæmd verksamninga, sem og við úrlausn ágreiningsmála milli verkkaupa og verktaka.

Hafðu samband ef þig vantar aðstoð.

Lesa meira

Húsfélög / Fjölbýli

Fjölbýli - Húsfélag - Húsfundir - Framkvæmdir - Sameign - Séreign - Hagsmunagæsla - Áskorun - Útburður - Ágreiningur

Rekstur húsfélaga í fjölbýlishúsum krefst góðrar samvinnu eigenda. Húsfélög starfa samkvæmt lögum um fjöleignarhús og íbúar bera ábyrgð á sameiginlegum ákvörðunum um rekstur, viðhald og fjármál fasteignarinnar. Algengt er að lagaleg álitaefni komi upp sem í rekstri húsfélaga tengjast meðal annars:

Réttindum og skyldum eigenda – hvaða reglur gilda um sameign, viðhaldsskyldu sameignar og séreignar og fjárhagslega ábyrgð.
Ágreiningi milli eigenda – úrlausn ágreinings um kostnaðarskiptingu, framkvæmdir og aðrar skyldur.
Reglugerðum og samþykktum húsfélags – túlkun og framkvæmd á samþykktum húsfélags og lögum um fjöleignarhús.
Innköllun og innheimta gjalda – lögbundin innheimta húsfélagsgjalda og hvernig bregðast megi við vanskilum.
Framkvæmdir og viðhald – lagaleg álitaefni tengd samningum við verktaka, ábyrgð á viðgerðum og kostnaðarskiptingu.

Við veitum húsfélögum, stjórnum og íbúum fjölbýlishúsa lögfræðilega ráðgjöf.

Hafðu samband til að fá hjálp með framangreind málefni.

Lesa meira

Innheimta

Lögheimta - Stefna - Aðför - Fjárnám - Nauðungarsala

Skilvirk innheimta er lykilatriði í rekstri fyrirtækja og stofnana til að tryggja greiðsluflæði og lágmarka fjárhagslega áhættu.

Ef skuldari greiðir ekki á réttum tíma getur þurft að grípa til formlegrar innheimtu. Í sumum tilvikum getur þurft að leita til dómstóla og sýslumanns til þess að fá kröfu viðurkennda og fullnustað með fjárnámi eða öðrum fullnustuaðgerðum. Við veitum faglega aðstoð við innheimtu krafna, hvort sem um er að ræða viðskiptakröfur, gjöld eða aðrar skuldir. Með réttri nálgun er hægt að auka líkurnar á því að greiðslur berist á réttum tíma.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað þig við innheimtu.

Lesa meira
Andri Björgvin Arnþórsson
Lögmaður
Um Arnthorsson

Hjá Arnthorsson vinnum við markvisst að því að leysa mál með skilvirkum hætti.

Hafa samband