Hafa samband
Verksamningar eru grundvöllur samstarfs milli verkkaupa og verktaka um nýframkvæmdir og viðhald á fasteignum og öðrum innviðum. Í verksamningum er kveðið á um umfang verksins, afhendingu, greiðsluskilmála, ábyrgð, gæði og önnur réttindi og aðrar skyldur aðila.
Skýrir og velútfærðir verksamningar eru lykilatriði til að forðast ágreining og tryggja að verk sé unnið samkvæmt verkáætlun. Mikilvægt er að verkkaupi og verktaki hafi sameiginlegan skilning hvors aðila og unnið sé að því jafnóðum að leysa öll þau álitaefni sem upp koma við framkvæmd verksins.
Við veitum ráðgjöf og aðstoðum verktaka, verkkaupa, byggingarstjóra, iðnmeistara o.fl. með allt sem við kemur verkframkvæmdum og verksamningum. Þar á meðal:
Verksamningar - gerð verksamninga, eftirfylgni, túlkun og aðhald.
Skyldur verktaka – aðhald að verktaka um að verk sé unnið í samræmi við samning.
Skyldur verkkaupa – aðhald að verkkaupa um að greitt sé í samræmi við framvindu verksins og grípa til viðeigandi vanefndarúrræða.
Verkfundir - aðstoð við verkfundi, bókanir og að draga fram óþægileg umræðuefni svo hægt sé að leysa þau með skilvirkum hætti.
Aukaverk, viðbótarverk og tafabætur – aðstoð við úrlausn um viðbótarverk, aukaverk og áhrif þeirra á verklok, sem og yfirlýsingar um tafabætur.
Ágreiningsmál – úrvinnsla deilumála um gæði, greiðslur og annað sem upp getur komið.
Við veitum ráðgjöf og aðstoð við gerð, túlkun og framkvæmd verksamninga, sem og við úrlausn ágreiningsmála milli verkkaupa og verktaka.
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð.