Að setja húsnæði í útleigu - þrjú algeng mistök.

Höfundur
Andri Björgvin Arnþórsson
Hafa samband

Þegar húsnæði er sett í útleigu eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga.

Það þarf að bjóða húsnæðið til útleigu. Algengt er að húsnæðið sé skráð til útleigu í hópum á facebook eða hjá fyrirtækjum sem bjóða slíka þjónustu. Þegar eftirspurn er um húsnæðið skiptir mestu máli að finna réttan leigutaka, útbúa leigusamning og framfylgja samningnum.

Helstu mistök sem leigusalar gera:

1.      Velja „rangan“ leigutaka.

Helstu skyldur leigutaka eru i) að greiða leiguna á réttum tíma og ii) fara vel með leigu húsnæðið.

i) Ef leiga er ekki greidd á réttum tíma er nauðsynlegt að senda leigutaka innheimtuviðvörun og skora hann að greiða leiguna innan sjö daga. Í innheimtuviðvörun skiptir máli að taka fram að ef greiðsluáskorun verður ekki sinnt verður leigusamningi aðila rift. Ef það stendur til að beita riftunarheimild húsaleigulaga er mikilvægt að greiðsluáskorun og innheimtuaðvörun um riftun leigusamningsins sé bæði efnislega rétt og birt með réttum hætti.

ii) Þegar valið er um fleiri en einn leigutaka skiptir máli að velja þann leigutaka sem er líklegastur til þess að hugsa vel um húsnæðið. Það sparar bæði tíma og kostnað ef skipta þarf um leigjanda.  

2.      Engar eða ófullnægjandi tryggingar.

Í flestum leigusamningum er farið fram á að leigutaki setji fram tryggingu fyrir réttum efndum á leigusamningi aðila. Algengt er að leigusali afhendir leiguhúsnæðið áður en leigutaki skilar tryggingu til leigusala. Síðan dregst það oft eða jafnvel gleymist. Leigutaki áttar sig svo á þessu þegar það styttist í lok leigusamningsins og ef vandamál koma upp sem leigusalinn var ekki búinn að sjá fyrir um.

Það getur orðið mjög kostnaðarsamt ef fullnægjandi tryggingar liggja ekki fyrir. Einkum ef leigutaki neitar að fara út úr húsnæðinu eða ef hann fer illa með húsnæðið. Það er því algjört lykilatriði að leigusali afhendir ekki húsnæðið áður en fullnægjandi tryggingar eru lagðar fram af leigutaka. Góðar tryggingar veita leigutaka aðhald bæði varðandi skilvirkar greiðslur og að farið sé betur með húsnæðið en ella.

3.      Ástand eignar ekki tekið út fyrir afhendingu.

Algengt er að leigusali sýni leigutaka húsnæðið án þess að aflað sé sönnunar um hvernig ástand húsnæðisins er við afhendingu. Það eru nokkrar leiðir færar um slíka sönnun. Ein er að tala við óháðan úttektaraðila sem mætir og tekur út húsnæðið áður en leigutaki flytur inn í húsnæðið. Síðan er sami aðili fenginn að leigusamningi loknum til að taka út húsnæðið. Önnur leið er að leigusali og leigutaki taki upp myndband á símann sinn,þar sem farið er yfir hvert herbergi og fjallað um ástand eignarinnar. Eftir að leigusambandinu líkur þá hefur leigutaki myndbandið til hliðsjónar við úttekt á húsnæðinu.

Húsaleigulögin eru þannig gerð að leigusali á sjálfur að geta gætt réttar síns. Í mörgum tilvikum getur þó verið öruggara að leita sér aðstoðar lögmanns og í sumum tilvikum er það nauðsynlegt. Aðstoð lögmanns gefur leigusala armslengd frá leigutaka og takmarkar líkur á að ágreiningur aðila verði persónulegur. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð með málefni sem varða húsaleigu.

Andri Björgvin Arnþórsson
Lögmaður
Um Arnthorsson

Hjá Arnthorsson vinnum við markvisst að því að leysa mál með skilvirkum hætti.

Tengdar greinar

Sjá allar greinar

Mæting í Héraðsdóm Suðurlands (Selfossi).

Lesa meira

Viðhald á fjölbýli

Lesa meira

Hafa samband