Hver er munurinn á aukaverki og viðbótarverki?

Höfundur
Hafa samband

Skilgreiningar úr ÍST 30:2012:

Aukaverk: ,,Þau verk eða verkþættir sem óhjákvæmilegt er að framkvæma til að unnt sé að ljúka verksamningi en ekki er getið um í verklýsingu og/eða magntöluskrá."

Viðbótarverk: ,,Þau verk eða verkþættir sem verkkaupi óskar eftir að framkvæmd verði, og ekki lá fyrir ákvörðun á útboðsstigi um að framkvæma og ekki er nauðsynlegt að framkvæma til þess að unnt sé að ljúka við verksamning."

 

Ef ákveðið atriði eða atvik hindrar framvindu samkvæmt verksamningi og það er talið nauðsynlegt að því sé lokið áður en framvinda heldur áfram, þá er um aukaverk að ræða.

Ef verkkaupi óskar eftir breytingum á verki sem ekki eru tilgreind í verksamningi aðila þá er það viðbótarverk.

Mestu máli skiptir að bókað sé um viðbótarverk og aukaverk í verkfundargerð. Samhliða slíkri bókun þarf að bóka um hvaða áhrif verkið hefur á verklok og dagsektir.

Andri Björgvin Arnþórsson
Lögmaður
Um Arnthorsson

Hjá Arnthorsson vinnum við markvisst að því að leysa mál með skilvirkum hætti.

Tengdar greinar

Sjá allar greinar

Mæting í Héraðsdóm Suðurlands (Selfossi).

Lesa meira

Að setja húsnæði í útleigu - þrjú algeng mistök.

Lesa meira

Hafa samband