Fasteignagalli - Sprangkrafa

Höfundur
Andri Björgvin Arnþórsson lögmaður
Hafa samband

Í 45. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup er fjallað um sprangkröfu.

Réttur til að hafa upp sprangkröfu er fyrir hendi þegar um galla á fasteign er að ræða.

Með sprangkröfu er átt við að kaupandi fasteignar getur beint kröfu sinni vegna galla að fyrri eiganda eða öðrum fyrir samningsaðila í sama mæli og seljandi gæti haft uppi slíka kröfu.

Í 1. mgr. 45. gr., er mælt fyrir um að kaupandi geti beint kröfu vegna galla að fyrri eiganda eða öðrum samningsaðila í sama mæli og seljandi gæti haft uppi slíka kröfu. Hér er ekki eingöngu átt við fyrri eiganda heldur einnig aðra, t.d. iðnaðarmenn sem hafa á grundvelli verksamninga við fyrri eigendur unnið að framkvæmdum á eigninni, svo og seljanda lausafjár sem notað er sem fylgifé á eigninni eða hefur af öðrum ástæðum fylgt henni, t.d. bárujárn á þak, glugga o.þ.h.

Krafa kaupanda á hendur viðsemjendum seljanda er hin sama og seljandi hefði átt, hvorki rýmri né þrengri. Hann þarf því að sæta sömu mótbárum og seljandi, þar með talið mótbárum sem lúta að tómlæti og fyrningu.    

Í 2. mgr. er ákvæði um tilkynningarskyldu vegna kröfu kaupanda á hendur fyrri eiganda og öðrum fyrri samningsaðila. Tímafrestir fyrir tilkynningar eru tvenns konar. Annars vegar þarf hann að tilkynna innan þess frests sem gildir um sömu kröfu á hendur seljanda og einnig í síðasta lagi innan þess frests sem gildir í réttarsambandi seljanda og fyrri samningsaðila.

Í dómi Landsréttar í máli nr. 306/2024 gerði kaupandi að fasteign (2018) kröfu á seljanda og sprangkröfur á hendur hönnuði og byggingastjóra byggingar sem byggð var á árunum 2008-2011. Í dóminum kom fram að byggingarstjórinn bæri ábyrgð á galla þar sem hann hafði vanefnt skyldu sína sem byggingarstjóri þegar vikið frá hönnunargögnum og hönnuðurinn var einnig látin bera tjónið að hluta þar sem talið var að hönnun fór að hluta í bága við ákvæði byggingarreglugerðar.

Dómurinn gefur ákveðnar vísbendingar um það hvernig sprangkröfur virka.

Andri Björgvin Arnþórsson
Lögmaður
Um Arnthorsson

Hjá Arnthorsson vinnum við markvisst að því að leysa mál með skilvirkum hætti.

Tengdar greinar

Sjá allar greinar

Mæting í Héraðsdóm Suðurlands (Selfossi).

Lesa meira

Að setja húsnæði í útleigu - þrjú algeng mistök.

Lesa meira

Hafa samband