Viðhald á fjölbýli
Reglubundið viðhald á fjölbýlishúsum er mikilvægur þáttur í því að viðhalda verðmætum og forða íbúðum frá tjóni. Umfang viðhalds getur verið mismunandi í eftir ástandi og aldri hússins.
Í umfangsmiklum viðhaldsframkvæmdum standa húsfélög frammi fyrir flóknum verkefnum. Verkefni sem krefjast góðs undirbúnings, faglegra ráðgjafar og virks aðhalds.
Hvað er það mikilvægasta sem húsfélagið þarf að huga að?
Áður en ráðist er í viðhaldsframkvæmdir er mikilvægt að húsfélagið leiti til fagaðila sem veitir ráðgjöf og metur umfang verksins. Eftir atvikum þarf að útbúa kostnaðaráætlun, útboðsskilmála og kallað eftir tilboðum í verkið. Góður undirbúningur er nauðsynlegur til þess að tryggja að framkvæmdin nái settu markmiði.
Þegar samið er við verktaka um verkið er mikilvægt að gerður sé skriflegur samningur milli aðila. Góður verksamningur eykur fyrirsjáanleika og dregur úr áhættu um að ágreiningur rísi milli aðila á síðari stigum. Þar skal m.a. kveðið á um umfang verksins, gæðaviðmið, greiðslur og verklok.
Það er mat höfundar að húsfélög ættu alltaf að ráða sér byggingarstjóra sem er með starfsleyfi og gilda starfsábyrgðartryggingu. Hlutverk byggingarstjórans er að vera faglegur fulltrúi húsfélagsins og að gæta hagsmuna þess gagnvart verktakanum.
Á meðan á verkinu stendur veitir byggingarstjóri aðhaldi að verktaka, fylgjast með framvindu þess og gætir hagsmuna húsfélagsins á verkfundum. Byggingarstjóri á að tryggja að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur og að ekki sé víkið frá samþykktri verkáætlun án samráðs og samþykkis.
Samskipti og verklok
Við verklok er mikilvægt að halda formlegan úttektarfund þar sem farið er yfir verkið og farið fram á úrbætur ef þess er þörf.